Hópmeðferð fyrir kynforeldra og fósturforeldra barna sem eru í tímabundnu fóstri

Barnaverndarstofa hélt í dag kynningarfund í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur þar sem fjallað var um tilraunaverkefni sem snýr að innleiðingu KEEP og PTC í málum þar sem börn fara í tímabundið fóstur.

8 feb. 2019

Barnaverndarstofa var með kynningarfund 8. febrúar 2019 í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur í Vindheimum fundarsal Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14, þar sem fjallað var um tilraunaverkefni sem snýr að innleiðingu KEEP og PTC í málum þar sem börn fara í tímabundið fóstur. Um er að ræða gagnreynda aðferð byggða á PMTO sem felur í sér hópmeðferð (PTC) fyrir kynforeldra og hópnámskeið (KEEP) fyrir fósturforeldra eftir að barn er komið í tímabundið fóstur. Verkefnið er nýjung hér á landi en hingað til hefur skort á kerfisbundin stuðning við kynforeldra eftir að barn fer í tímabundið fóstur, í því skyni að efla hæfni þeirra svo barnið geti snúið heim á ný. Jafnframt hefur skort á stuðning við fósturforeldra eftir að barn kemur í fóstur.

Margrét Sigmarsdóttir forstöðumaður PMTO hjá Barnaverndarstofu ræddi tækifæri og áskoranir sem felast í KEEP og PTC. Síðan fjallaði Arndís Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri PMTO hjá Barnaverndarstofu og Reykjavíkurborg um hvað KEEP og PTC felur í sér. Þá fór Halldór Hauksson sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu yfir framkvæmd verkefnisins og stöðu innleiðingar. Að lokum voru umræður og kom fram almennur áhugi fyrir verkefninu. Fundarstjóri var Hákon Sigursteinsson framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.

Um 50 þátttakendur voru viðstaddir fundinn auk þess sem ríflega 20 þátttakendur víðsvegar um landið fylgdust með fjarfundi. Fundurinn var tekin upp og verður upptaka af fundinum aðgengileg eftir nokkra daga.

Hér má sjá nokkrar myndir af fundinum


MS-Keep

Halldor-Keep


Arndis-Keep

     



Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica