Greining á tölulegum upplýsingum fyrir árið 2020

5 feb. 2021

Barnaverndarstofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu fyrir allt árið 2020 og borið saman við tölur frá árunum 2019 og 2018. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í sérstakri skýrslu sem gefin er út árlega. Einnig er að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu árin 2018, 2019 og 2020.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:

 

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar, hlutfallslega mest vegna ofbeldis

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,8% á árinu 2020 miðað við árið á undan en alls bárust 13.142 tilkynningar. Tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega fjölgaði tilkynningum mest á landsbyggðinni, eða 17,9% á milli ára. Samanlagður fjöldi barna sem tilkynnt var um árið 2020 var 10.400 börn en er það samanlagður heildarfjöldi barna í hverjum mánuði fyrir sig.

Flestar tilkynningar árið 2020 bárust vegna vanrækslu, eða 43,1% allra tilkynninga. Hlutfall tilkynninga vegna áhættuhegðunar barna var 27,1% árið 2020 og er það lægra hlutfall en síðustu tvö ár. Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar um 25,9% á milli ára eða alls 3.765 tilkynningar árið 2020. Þá er hlutfall tilkynninga vegna ofbeldis árið 2020 stærri hluti af heildartilkynningum en árin tvö á undan, eða 28,6%.

Fjöldi tilkynninga þar sem tilkynnt var um vanrækslu og fram kom að foreldrar voru í áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu voru 2.114 og er það 16,1% allra tilkynninga árið 2020. Er það hærra hlutfall en árin á undan.Tilkynningum fjölgaði í öllum flokkum ofbeldis á milli ára. Flestar tilkynningar sem bárust vegna ofbeldis vörðuðu tilfinningalegt ofbeldi en hlutfall þeirra af heildarfjölda tilkynninga árið 2020 var 18,6%.

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu, eða 38,8% tilkynninga árið 2020 líkt og fyrri ár. Þá hefur verið mikil fjölgun tilkynninga frá nágrönnum á milli ára. Árið 2020 bárust 1.032 tilkynningar frá nágrönnum, er það 37.2% fleiri tilkynningar en bárust árið 2019.

Umsóknum um meðferðarúrræði Barnaverndarstofu fjölgar

Umsóknum um meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fjölgaði árið 2020 miðað við árið á undan eða 168 umsóknir miðað við 154 árið á undan.

Flestar umsóknir bárust um fjölkerfameðferð (MST). Fjölgun hefur verið á umsóknum á Stuðla á milli ára, en fækkun vegna annarra meðferðarheimila en Stuðla.

Beiðnir um tímabundið fóstur árið 2020 voru svipað margar og árið á undan en fjölgun hefur verið á beiðnum um varanlegt fóstur á milli ára.

Veruleg fjölgun skýrslutaka í Barnahúsi

Rannsóknarviðtölum árið 2020 fjölgaði um 30% miðað við árið á undan og voru 334 árið 2020.

Má skýra stóran hluta þessarar aukningu vegna aukins fjölda skýrslutaka en skýrslutökur fyrir dómi voru 220 árið 2020, samanborið við 150 árið á undan. Fjöldi barna sem fór í greiningar- og meðferðarviðtöl í árið 2020 var 133 börn. Er það fjölgun frá árunum á undan.

Vistunum og vistunardögum á lokaðri deild Stuðla fækkar

Vistunum á lokaðri deild á Stuðlum fækkaði úr 220 í 152 árið 2020 samanborið við árið á undan. Þá fækkaði vistunardögum úr 1.157 dögum árið 2019 í 754 daga árið 2020. Alls komu 69 börn á lokaða deild árið 2020, en þau voru 82 árið á undan.

Skýrsluna má nángast hér


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica