• Kona á skrifstofu

Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í nóvember og desember 2020 og borið þær saman við tölur fyrri mánaða 2020 sem og við tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020.

4 feb. 2021

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til október 2020.

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:

Í nóvember bárust 1.144 tilkynningar vegna 922 barna og í desember voru tilkynningarnar 1.077 vegna 889 barna. Er fjöldi tilkynninga í nóvember því yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins en í desember var fjöldi tilkynninga innan þeirrar sveiflu sem vænta má á milli mánaða.

Tilkynningar vegna ofbeldis hafa síðustu mánuði verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins, fyrir utan júlí og ágúst en yfir allt árið 2020 bárust 25,3% fleiri tilkynningar vegna ofbeldis árið 2019. Í nóvember bárust 138 tilkynningar vegna heimilisofbeldis en ekki hafa borist fleiri tilkynningar á einum mánuði vegna heimilisofbeldis.

Tilkynningar vegna vanrækslu hafa síðustu 10 mánuði verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins. Árið 2020 bárust 18,9% fleiri tilkynningar vegna vanrækslu en árið 2019. Þá hafa borist 27,5% fleiri tilkynningar vegna foreldra í áfengis- og eða fíkniefnaneyslu á árinu 2020 samanborið við árið 2019 og er munurinn enn meiri sé borið saman við árin þar á undan.

Ekki hafa borist fleiri tilkynningar frá heilbrigðisstofnun og í nóvember, þegar bárust 130 tilkynningar. Heldur færri tilkynningar bárust í desember.

Í nóvember bárust 55 tilkynningar frá ættingjum en í desember voru þær 68. Er það vel yfir meðaltali samanburðartímabilsins. Tilkynningar frá nágrönnum í nóvember voru 87 talsins og er það yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins. Tilkynningar frá nágrönnum voru heldur færri í desember eða 59.

Hér má finna greininguna í heild sinni ásamt helstu tölum sem hér eru kynntar

Hér má finna skjal með tölulegum upplýsingum


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica