Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í október 2020 og borið þær saman við tölur fyrri mánaða 2020 sem og við tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020.

3 des. 2020

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til september 2020.

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:

Ekki hafa borist fleiri tilkynningar á einum mánuði og nú í október það sem af er ári, eða alls 1.336 talsins og varða þær fleiri börn, en tilkynningarnar vörðuðu 1.038 börn. Hlutfall tilkynninga á hvert barn er þó að jafnaði svipaður og fyrri mánuði.

Tilkynningar vegna ofbeldis hafa síðustu mánaða verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins, fyrir utan júlí og ágúst. Er sérstaklega bent á að nú, á fyrstu 10 mánuðum ársins, hafa borist fleiri tilkynningar vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019.

Tilkynningar vegna vanrækslu hafa nú síðustu 8 mánuði verið stöðugt yfir meðaltali samanburðartímabilsins. Að auki hafa nú, fyrstu 10 mánuði ársins, borist jafn margar tilkynningar vegna vanrækslu en allt árið 2019 og eru þær fleiri en bárust allt árið 2016, 2017 og 2018. Þá má sérstaklega nefna að ekki hafa fleiri tilkynningar borist vegna áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu foreldris það sem af er þessu ári en núna í október. Að auki hafa nú, á fyrstu 10 mánuðum ársins, borist fleiri tilkynningar vegna áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu foreldris en allt árið 2016, 2017, 2018 og 2019.

Í október 2020 var heildarfjöldi tilkynninga um áhættuhegðun barns 436. Er það yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins.

Tilkynningar frá lögreglu voru 498 í október en ekki hafa borist fleiri tilkynningar frá lögreglu síðan byrjað var á mánaðarlegum samantektum í mars 2020.

Líkt og fyrri mánuði þessa árs hefur almenningur verið duglegur að tilkynna. Í október bárust 73 tilkynningar frá ættingjum sem er yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins janúar 2019- febrúar 2020. Tilkynningar frá nágrönnum í október voru 86 talsins og er það einnig yfir hæsta gildi samanburðartímabilsins.

Hér má finna greininguna í heild sinni ásamt helstu tölumsem hér eru kynntar

Hér má finna skjal með tölulegum upplýsingum


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica