Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

3 nóv. 2020

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í ágúst og september 2020 og borið þær saman við tölur fyrri mánaða 2020 sem og við tölur frá 1. jnaúar 2019 til og með 29. febrúar 2020.

Tilgangur greiningarinnar er að leggja mat á hvort og þá hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hefur haft á tilkynningar til barnaverndarnefnda. Sambærilegar greiningar hafa áður verið gerðar vegna mars til júlí 2020.

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:

Tilkynningar vegna ofbeldis hafa síðustu mánaða verið yfir meðaltali samanburðartímabilsins, fyrir utan júlí og ágúst. Er sérstaklega bent á að nú, á fyrstu 9 mánuðum ársins, hafa borist fleiri tilkynningar vegna ofbeldis en bárust allt árið 2016 og 2018.

Tilkynningar vegna vanrækslu hafa nú síðustu 7 mánuði verið stöðugt yfir meðaltali samanburðartímabilsins. Að auki hafa nú, fyrstu 9 mánuði ársins, borist fleiri tilkynningar vegna vanrækslu en bárust allt árið 2016 og 2017.

Alls bárust 979 tilkynningar til barnaverndarnefnda í ágúst 2020. Er það rétt yfir meðallagi samanburðartímabilsins. Ef fjöldi tilkynninga í ágúst 2020 er borinn saman við sama mánuð í fyrra má sjá að þær voru 20,9% fleiri í ár. Í september bárust alls 1261 tilkynningar, en ekki hafa borist fleiri tilkynningar á þessu ári. Eru tilkynningar septembermánaðar 13.1% fleiri í ár en í sama mánuði í fyrra.

Í ágúst bárust alls 146 tilkynningar í gengum neyðarnúmerið 112 og hafa ekki fleiri tilkynningar borist í gegnum neyðarnúmerið allt árið 2020. Í september bárust 110 tilkynningar. Er sá fjöldi tilkynninga sem barst í gegnum neyðarnúmerið í ágúst og september vel yfir meðaltali samanburðartímabilsins.

Fjöldi barna sem tilkynnt var um í ágúst, 779 börn, er yfir meðaltali tímabilsins janúar 2019 – febrúar 2020. Í september bárust tilkynningar um 978 börn og eru það fleiri börn en hæsta gildi samanburðartímabilisins1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020.

Í ágúst 2020 bárust 241 tilkynning varðandi ofbeldi en í september voru tilkynningarnar 385. Eru tilkynningar ágústmánaðar varðandi ofbeldi rétt undir meðaltali samanburðartímabilsins en fjöldi tilkynninga sem bárust í september eru langtum yfir hæsta gildi þess.

Tilkynningar um vanrækslu voru yfir meðaltali samanburðartímabilsins og hafa nú verið yfir meðaltali sjö mánuði í röð.

Tilkynningum þar sem tilkynnandi telur heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu voru 23 í ágúst. Eru það fleiri tilkynningar en almennt berast á einum mánuði. Tilkynningum vegna ófædds barns voru 9 í september og er það rétt yfir meðaltali samanburðartímabilsins en innan þeirrar sveiflu sem má vænta á milli mánaða.

Þær tilkynningar sem bárust um áhættuhegðun barns voru undir meðaltali í ágúst þegar bárust 254 tilkynningar. Í september bárust 390 tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns og eru það fleiri tilkynningar en hæsta gildi samanburðartímabilsins.

Fjöldi tilkynninga í ágúst 2020 frá foreldrum barns voru yfir meðaltali í ágúst og september, eða alls 89 í fyrri mánuðinum og 110 í seinni. Eru það fleiri tilkynningar en hæsta gildi á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.

Líkt og fyrri mánuði þessa árs hefur almenningur verið duglegur að tilkynna. Í ágúst barst 81 tilkynning frá nágrönnum og 65 í september. Sé litið til samanburðartímabilsins janúar 2019 – febrúar 2020 voru tilkynningar frá nágrönnum í ágúst 2020 fleiri en höfðu borist á einum mánuði á tímabilinu, en í meðallagi í september. Tilkynningar frá ættingjum voru 72 í ágúst en 87 í september. Eru það fleiri tilkynningar en hæsta gildi samanburðartímabilsins.

Fjöldi tilkynninga frá lögreglu í ágúst og september var yfir meðaltali, 422 í fyrri mánuðinum og 455 í hinum seinni. Er þessi fjöldi tilkynninga þó innan þeirrar sveiflu sem má vænta á milli mánaða.

(PDF skjal) Hér má finna greininguna í heild sinni ásamt helstu tölum sem hér eru kynntar.

(PDF skjal) Hér má finna skjal með tölulegum upplýsingum.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica