Greining á tölulegum upplýsingum frá barnaverndarnefndum

1 sep. 2020

Barnaverndarstofa hefur greint tölur sem borist hafa frá barnaverndarnefndum vegna tilkynninga sem bárust í júní og júlí 2020 og borið þær saman við tölur í maí 2020 og tölur frá 1. janúar 2019 til og með 29. febrúar 2020

Helstu niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:

Tilkynningar í júní voru yfir meðaltali og 16,9% fleiri en bárust í júní 2019. Hins vegar voru tilkynningar í júlí undir meðaltali á samanburðartímabili en 0,6% fleiri en bárust í júlí 2019.

Fjöldi barna sem tilkynnt var um í júní er nokkuð yfir meðaltali og ekki hafa áður borist tilkynningar um jafn mörg börn í einum mánuði miðað við samanburðartímabil en er undir meðaltali í júlí.

Tilkynningar um ofbeldi voru yfir meðaltali tilkynninga tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 fjóra mánuði í röð, en fækkaði í júli 2020.

Tilkynningar um vanrækslu hafa verið yfir meðaltali fimm mánuði í röð.

Heilt yfir hefur tilkynningum varðandi áhættuhegðun barns þannig fækkað á undanförnum mánuðum.

Tilkynningum um áhyggjur af ófæddu barni eru yfir meðaltali í bæði júní og júlí.

Tilkynningar frá leikskólum/dagforeldrum voru hærri en að meðaltali á samanburðartímabili. Í júní bárust fleiri tilkynningar frá leikskólum en áður hefur borist í einum mánuði á því tímabili sem hér er til samanburðar.

Almenningur er áfram duglegur að tilkynna. Tilkynningar frá nágrönnum voru í bæði júní og júlí yfrir meðaltali og fleiri áður bárust á samanburðartímabili. Þær eru þó færri en í mars – maí 2020. Fjöldi tilkynninga í júlí frá ættingjum var yfir meðaltali og ekki hafa áður borist fleiri tilkynningar frá ættingjum í einum mánuði miðað við samanburðartímabil. Fjöldi tilkynninga frá öðrum aðilum var í júní og júlí einnig yfir meðaltali.

Fjöldi tilkynninga í júní 2020 frá lögreglu var yfir meðaltali en undir meðaltali í júlí og var þá nálægt lægsta gildi á samanburðartímabilinu.

Hér má finna greininguna í heild sinni ásamt öllum tölum.

Hér má finna skjal með tölulegum upplýsingum 


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica