• Hjólabrettastelpa

Fræðsla um börn á flótta og áhrif áfalla

Fræðslan var samstarfsverkefni Barna- og fjölskyldustofu, Kennarasambands Íslands, Rauða krossins og UNICEF á Íslandi, sem ákváðu að taka höndum saman til þess að mæta mikilli eftirspurn skólasamfélagsins eftir fræðslu og stuðningi um málefnið.

19 jan. 2023

Vinsæl fræðsla um börn á flótta og áhrif áfalla

Hátt í fjögur hundruð sóttu fræðslu fyrir kennara um stöðu og réttindi flóttafólks og áhrif áfalla á líðan, heilsu og hegðun barna. Fræðslan var endurtekin tvisvar sinnum, þriðjudaginn 17. janúar og fimmtudaginn 19. janúar. Markmið fræðslunnar var að stuðla að betri skilningi á lífi barna á flótta og kanna hvað kennarar geta gert til þess að styðja við nám og vellíðan þeirra. Kynntar voru hugmyndir að verkfærum og stuðningi sem stendur börnunum til boða. Fræðslan var samstarfsverkefni Barna- og fjölskyldustofu, Kennarasambands Íslands, Rauða krossins og UNICEF á Íslandi, sem ákváðu að taka höndum saman til þess að mæta mikilli eftirspurn skólasamfélagsins eftir fræðslu og stuðningi um málefnið.

Fjöldi barna á flótta á Íslandi hefur aukist hratt á undanförnum árum og árið 2022 varð sérstaklega mikil fjölgun í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Börn á flótta er viðkvæmur hópur sem algengt er að hafi upplifað áföll, og því mikilvægt að umönnunaraðilar þekki helstu einkenni og afleiðingar áfalla á líðan og heilsu barna. Þá er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk skóla geti gripið til gagnlegra verkfæra og leitað eftir stuðningi þegar við á. Í fræðslunni fór Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi, yfir helstu hugtök sem tengjast börnum á flótta og réttindi barna á flótta. Þá fræddi Sóley Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá Rauða krossinum um orsakir og afleiðingar áfalla og mikilvægi sálfélagslegs stuðnings. Fulltrúar Barna- og fjölskyldustofu, Halla Björk Marteinsdóttir og Elísabet Sigfúsdóttir, kynntu ný lög um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna og þann stuðning sem kennarar geta sótt vegna barna á flótta. Að lokum deildi Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, fyrrum deildastjóri Birtu móttökudeildar, reynslu sinni af kennslu og umönnun barna sem sækja um alþjóðlega vernd.

Almenn ánægja var með fræðsluna og ljóst að mikill áhugi er á málefninu innan skólasamfélagsins, og þörf á meiri stuðningi og stefnumótum varðandi móttöku barna á flótta í skólum landsins.

Hér má nálgast glærur

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

02. feb. 2024 : Framhaldsnámskeið ætlað tengiliðum farsældar

Nú hefur verið opnað fyrir framhaldsnámskeið sem ætlað er tengiliðum farsældar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica