Formleg opnun meðferðarheimilis í Eyjafirði fer fram í dag þann 27. júní frá kl. 14 til 16.

27 jún. 2022

1.júní 2022 hóf Barna – fjölskyldustofa starfsemi meðferðarheimilis í Eyjafirði. Meðferðarheimilið er ríkisrekið langtímameðferðarheimili ætlað stúlkum og kynsegin. Meginmarkmið meðferðarheimilisins er að veita sérhæfða meðferð vegna alvarlegra hegðunarerfiðleika, vímuefnaneyslu og meintra afbrota. Á heimilinu geta dvalið 4-5 einstaklingar hverju sinni. Lögð er áhersla á að búa þeim einstaklingum sem þar dvelja öruggt skjól og meðferð við hæfi. Á meðferðarheimilinu verður leitast við að þeir einstaklingar sem er í meðferð fái tækifæri til að vaxa og dafna í heilbrigðu umhverfi. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða nálgun og miðar að þörfum unglinga sem eiga við alvarlegan hegðunarvanda að stríða. Stuðst er við aðferðir sem byggja á atferlismótun, hugrænni atferlismeðferð, áfallamiðuðum stuðningi, þjálfun í félagsfærni, sjálfsstjórn og félagsvænum viðhorfum. Unnið er í nánu samstarfi við aðstandendur þar sem meginmarkmiðið er að aðlaga einstakling aftur heim til forsjáraðila. Forstöðumaður heimilisins er Ólína Freysteinsdóttir, BA í nútímafræðum og MA í fjölskyldumeðferð og náms- og starfsráðgjöf. Auk hennar starfa sem stendur 9 aðrir einstaklingar með fjölbreytta reynslu og menntun.

Formleg opnun heimilisins fer fram 27. júní frá 14 til 16. Nafn heimilisins verður opinberað á opnuninni.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica