Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í maí 2020Í maí 2020 bárust alls 1.244 tilkynningar til barnaverndarnefnda fjölgaði úr 1.058 frá mánuðinum á undan.

16 jún. 2020

Tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu hafa verið yfir meðaltali síðustu þrjá mánuði í röð. Eru þessar tölur sérstakt áhyggjuefni og mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

Hér er hægt að lesa greiningu Barnaverndarstofu á tilkynningum í maí 2020.

Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í maí 2020

Í maí 2020 bárust alls 1.244 tilkynningar til barnaverndarnefnda fjölgaðu úr 1.058 frá mánuðinum á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 1.135 tilkynningar og minnst 810 tilkynningar á einum mánuði og er meðaltal tilkynninga á umræddu tímabili 955. Fjöldi tilkynninga í mars og apríl 2020 var aðeins yfir meðaltali síðustu 14 mánaða á undan en innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða. Fjöldi tilkynninga í maí hinsvegar er yfir meðaltali og fleiri tilkynningar hafa ekki borist í einum mánuði á því tímabili sem hér er til samanburðar. Mest er fjölgun tilkynninga í maí á landsbyggðinni.

Fjöldi tilkynninga gegnum 112

Þegar skoðaðar eru tilkynningar sem bárust gegnum 112 þá bárust í maí 2020 alls 99 tilkynningar til nefnda gegnum neyðarnúmerið og er það fækkun úr 141 tilkynningu mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 99 tilkynningar og minnst 46 tilkynningar frá 112 í einum mánuði og er meðaltal tilkynninga sem bárust frá 112 á umræddu tímabili 80. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 sem bárust gegnum 112 eru því jafn margar og þegar þær voru flestar á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en mesti fjöldinn var í apríl 2020, 141 tilkynning.

Fjöldi tilkynninga þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu

Í maí 2020 bárust alls 90 tilkynningar til barnaverndarnefnda þar sem tilkynnandi telur barn vera í yfirvofandi hættu sem er svipaður fjöldi og mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 74 tilkynning tilkynningar og minnst 41 tilkynning á einum mánuði þar sem barn er talið í yfirvofandi hættu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 56. Fjöldi slíkra tilkynninga í mars, apríl og maí 2020 er því töluvert yfir meðaltali á samanburðartímabili.

Hverjir tilkynna?

Í maí 2020 bárust alls 86 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá foreldrum barns, heldur fleiri en mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 86 tilkynningar og minnst 52 tilkynningar á einum mánuði frá foreldrum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 66. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá foreldrum barns eru því yfir meðaltali og jafn margar og hæsta gildi á því tímabili sem notað er til samanburðar, en fleiri tilkynningar bárust frá foreldrum í mars 2020 eða 93 tilkynningar.

Í maí 2020 bárust alls 197 tilkynning til barnaverndarnefnda frá skólum, en þær voru 61 mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 221 tilkynning og minnst 14 tilkynningar á einum mánuði frá skólum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 140. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá skólum eru því mun fleiri en bárust að meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en innan þeirra sveiflu sem getur verið á milli mánaða.

Eins og sjá má á tölunum þá fækkaði tilkynningum mikið í apríl sem bendir til þess að takmarkað skólahald hafi haft veruleg áhrif á forsendur skóla til að fylgjast með og láta barnaverndarnefndir vita af aðbúnaði barna. Hins vegar fjölgar tilkynningum frá leikskólum/dagforeldrum. Í maí 2020 bárust alls 31 tilkynning samanborið við 21 tilkynningu mánuðinn á undan.

Í maí 2020 bárust alls 122 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá nágrönnum og er það svipaður fjöldi og mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 80 tilkynningar og minnst 48 tilkynningar á einum mánuði frá nágrönnum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 65. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá nágrönnum eru því töluvert fleiri en berast nefndum að meðaltali í hverjum mánuði.

Í maí 2020 barst alls 61 tilkynning til barnaverndarnefnda frá ættingjum, sem er fjölgun frá mánuðinum á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 70 tilkynningar og minnst 28 tilkynningar á einum mánuði frá nágrönnum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 46. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Í maí 2020 bárust alls 456 tilkynningar til barnaverndarnefnda frá lögreglu samanborið við 487 tilkynningar mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 511 tilkynningar og minnst 301 tilkynning á einum mánuði frá lögreglu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 395. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því nokkuð yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Tilkynningum frá heilbrigðisstofnun fækkar og eru aðeins undir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Í maí 2020 bárust alls 141 tilkynning til barnaverndarnefnda frá öðrum aðilum og eru það fleiri tilkynningar en bárust mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 118 tilkynningar og minnst 54 tilkynningar á einum mánuði frá öðrum aðilum og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 84. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 frá öðrum aðilum er því yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og ekki hafa áður borist jafn margar tilkynningar í einum mánuði á samanburðartímabilinu.

Hvað var tilkynnt um?

Ofbeldi

Í maí 2020 fjölgaði tilkynningum enn varðandi ofbeldi. Alls barst 371 tilkynning til barnaverndarnefnda varðandi ofbeldi gegn börnum, samanborið við 312 mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 292 tilkynningar og minnst 206 tilkynningar á einum mánuði um ofbeldi og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 254. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því töluvert yfir meðaltali miðað við tímabilið janúar 2019 – febrúar 2020 og fleiri á mánuði en allt tímabilið á undan sem samanburðurinn nær til.

Í maí 2020 fjölgar tilkynningum um líkamlegt ofbeldi úr 55 tilkynningum í apríl í 82 tilkynningar í maí 2020. Tölur varðandi tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi eru mun hærri í maí 2020 en að meðtali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en 250 tilkynningar bárust í maí 2020 en voru 162 að meðaltali á samanburðartímabili. Ekki hafa borist fleiri tilkynningar í einum mánuði á landsvísu á samanburðartímabilinu. Tilkynningum varðandi heimilisofbeldi fækkaði í maí 2020 miðað við mánuðinn á undan úr 129 tilkynningum í 111 tilkynningar. Að meðaltali bárust 73 tilkynningar varðandi heimilisofbeldi á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og er því fjöldi tilkynninga í maí yfir því meðaltali. Tölur varðandi kynferðislegt ofbeldi fjölgaði í maí 2020 miðað við mánuðinn á undan, en þá var fjöldi tilkynninga lægri en þegar fæstar tilkynningar bárust á samanburðartímabili. Tilkynningar í maí 2020 voru 47 og er fjöldi tilkynningar í maí yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 en þá var meðalfjöldi tilkynninga um kynferðislegt ofbeldi 39.

Ljóst er að tilkynningar um ofbeldi hafa verið yfir meðaltali síðustu þrjá mánuði í röð. Eru þessar tölur sérsakt áhyggjuefni og mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

Vanræksla

Tilkynningum um vanrækslu fjölgar milli mánaða. Í maí 2020 bárust alls 554 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi vanrækslu en 492 tilkynningar bárust mánuðinn á undan. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 507 tilkynningar og minnst 307 tilkynningar á einum mánuði um vanrækslu og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 401. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 um vanrækslu er því töluvert yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 og ekki hafa borist fleiri tilkynningar um vanrækslu í einum mánuði á samanburðartímabilinu.

Tilkynningum þar sem vanræksla er varðandi umsjón og eftirlit barna fjölgar í maí úr 441 tilkynningu í 485 miðað við mánuðinn á undan. Tilkynningar eru yfir meðaltali tilkynninga á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 þegar tilkynningar voru 347 að meðaltali. Tilkynningar um foreldrar í neyslu fjölgar miðað við mánuðinn á undan úr 178 tilkynningum í 197 tilkynningar. Ekki hafa áður borist jafn margar tilkynningar á landsvísu í einum mánuði á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020. Tilkynningar varðandi líkamlega vanrækslu fækkaði í maí 2020 miðað við mánuðinn á undan úr 25 tilkynningum í 15 tilkynningar. Tilkynningar varðandi tilfinningalega vanrækslu voru jafn margar í maí 2020 og mánuðinn á undan eða 29 tilkynningar, einni fleiri en að meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020. Tilkynningar er varða vanrækslu varðandi nám fjölgar í maí 2020 úr 27 í 35 tilkynningar samanborið við mánuðinn á undan og eru yfir meðallagi miðað við tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, þegar að meðaltali bárust 20 tilkynningar.

Almennt er því vísbending um að tilkynningum til barnaverndarnefnda um vanrækslu sé að fjölga þar sem þær hafa verið yfir meðaltali í þrjá mánuði í röð. Mikilvægt er að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hver þróunin verður.

Áhættuhegðun barns

Í maí 2020 bárust alls 304 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi áhættuhegðun barns, heldur fleiri en mánuðinn á undan þegar þær voru 241. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 380 tilkynningar og minnst 193 tilkynningar á einum mánuði um áhættuhegðun barns og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 293. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 er því aðeins yfir meðaltali á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020, en ekki er að sjá að um sé að ræða óeðlilegt frávik milli mánaða heldur virðist talan í maí vera innan þeirra sveiflu sem getur verið milli mánaða.

Ófætt barn

Í maí 2020 bárust alls 15 tilkynningar til barnaverndarnefnda varðandi áhyggjur af ófæddu barni, en mánuðinn á undan voru tilkynningar 13. Á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020 bárust mest 12 tilkynningar og minnst 3 tilkynningar á einum mánuði vegna ófæddra barna og er meðaltal slíkra tilkynninga á umræddu tímabili 7. Fjöldi tilkynninga í maí 2020 eru því fleiri en þegar flestar tilkynningar bárust á tímabilinu janúar 2019 – febrúar 2020.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica