Fjölgun námskeiða fyrir fósturforeldra - Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri

Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl.

18 jún. 2018


Pride-1

Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri en þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl. Frá árinu 2004 hefur Barnaverndarstofa undirbúið fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur með námskeiði sem byggir á bandarísku kennsluefni í fósturmálum, Foster Pride. Á námskeiðinu fer einnig fram ákveðið hæfnismat.  Námsefnið hefur einnig verið innleitt á Norðurlöndum og víðar um Evrópu. Um 500 þátttakendur hafa lokið Foster Pride námskeiði hér á landi á 14 ára tímabili en námskeiðin hafa verið haldin tvisvar á ári.

Sú nýbreyttni varð árið 2017 að bjóða sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu í fóstri en þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðið byggir á Foster Pride kennsluefninu en er stytt og aðlagað að þörfum hópsins. Námskeiðin hafa gefið góða raun en haldin voru þrjú námskeið á árinu 2017, fjórða námskeiðinu lauk 15. maí sl. en fyrirhugað er að endurtaka námskeiðið í haust.

Þann 8. júní sl. lauk Foster Pride námskeiði, þar sem 16 fósturforeldrar luku hæfnismati og bættust í hóp fósturforeldra. Fyrsta námskeiði ársins 2018 lauk 27. apríl sl. þar sem 19 fósturforeldrar bættust í hópinn. Næsta Foster Pride námskeið hefst 1. september nk. og er mögulegt að bæta við þátttakendum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bvs@bvs.is til að fá frekari upplýsingar.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica