Diplómanám í foreldrafærniþjálfun

11 jan. 2022

Þann 22. nóvember 2021 fór af stað Diplómanám í foreldrafærniþjálfun. Diplómanámið er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og nýstofnaðar Barna- og Fjölskyldustofu. Að námi loknu uppfylla nemendur alþjóðleg viðmið um menntunarkröfur PMTO meðferðaraðila. 

Um er að ræða hagnýtt nám sem miðar að því að gera nemendur færa um að veita fjölskyldum PMTO meðferð, hvort sem er einstaklingslega eða í hóp. Í samræmi við framkvæmdaráætlun í barnavernd er markmið námsins jafnframt að styrkja starfsfólk á landsvísu í störfum sínum með fjölskyldu og börnum

 Nemendur koma víðs vegar af landinu og munu útskrifast úr náminu árið 2023. Það er okkur mikið tilhlökkunarefni að fá fleiri PMTO meðferðaraðila til starfa.  


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica