• Hjólabrettastelpa

Bólusetningar barna

Að gefnu tilefni vill Barna- og fjölskyldustofa árétta nokkur atriði er snúa að bólusetningum barna

12 jan. 2022

· Bólusetningin er valkvæð og háð samþykki forsjáraðila barns. Barnaverndaryfirvöld hafa ekki aðkomu að þeirri ákvörðun nema börnin séu vistuð á vegum barnaverndaryfirvalda (sjá hér að neðan) en hvatt er til að foreldrar taki upplýsta ákvörðun í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda hverju sinni.

· Börn sem eru í tímabundinni vistun utan heimilis með tilstilli barnaverndarnefndar eiga rétt á bólusetningu eins og önnur börn. Forsjárforeldri samþykkir bólusetningu og getur falið fósturforeldrum eða vistunaraðilum að fara með barnið til bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda hverju sinni.

· Þegar börn eru í varanlegu fóstri fer barnaverndarnefnd að jafnaði með forsjá þeirra og er í samvinnu við fósturforeldra um hvort og hvenær barnið er bólusett. Sjá nánar leiðbeiningar landlæknis í meðfylgjandi hlekk

Vegnaskráningar barna í varanlegu fóstri í bólusetningu gegn COVID-19 (landlaeknir.is)

Mikilvægt er að leita eftir viðhorfum barnsins og taka tillit til skoðana þess þegar ákvarðanir eru teknar í þessum málum eins og öllum málum sem snúa að hagsmunum og velferð barna.

Á meðfylgjandi hlekk er gagnlegt efni sem hægt er að nota í samtali við börn:


Nýjustu fréttir

01. nóv. 2023 : Barnahús 25 ára

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica