• Hjólabrettastelpa

Bólusetningar barna

Að gefnu tilefni vill Barna- og fjölskyldustofa árétta nokkur atriði er snúa að bólusetningum barna

12 jan. 2022

· Bólusetningin er valkvæð og háð samþykki forsjáraðila barns. Barnaverndaryfirvöld hafa ekki aðkomu að þeirri ákvörðun nema börnin séu vistuð á vegum barnaverndaryfirvalda (sjá hér að neðan) en hvatt er til að foreldrar taki upplýsta ákvörðun í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda hverju sinni.

· Börn sem eru í tímabundinni vistun utan heimilis með tilstilli barnaverndarnefndar eiga rétt á bólusetningu eins og önnur börn. Forsjárforeldri samþykkir bólusetningu og getur falið fósturforeldrum eða vistunaraðilum að fara með barnið til bólusetningar í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda hverju sinni.

· Þegar börn eru í varanlegu fóstri fer barnaverndarnefnd að jafnaði með forsjá þeirra og er í samvinnu við fósturforeldra um hvort og hvenær barnið er bólusett. Sjá nánar leiðbeiningar landlæknis í meðfylgjandi hlekk

Vegnaskráningar barna í varanlegu fóstri í bólusetningu gegn COVID-19 (landlaeknir.is)

Mikilvægt er að leita eftir viðhorfum barnsins og taka tillit til skoðana þess þegar ákvarðanir eru teknar í þessum málum eins og öllum málum sem snúa að hagsmunum og velferð barna.

Á meðfylgjandi hlekk er gagnlegt efni sem hægt er að nota í samtali við börn:


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica