Barnaverndarstofa og Háskólinn í Reykjavík ganga frá samning vegna Diplómanáms í PMTO foreldrafærniþjálfun

13 júl. 2021

Þann 13. júlí s.l. var staðfest með undirritun samnings að Barnaverndarstofa og Háskólinn í Reykjavík munu vinna saman að nýrri námslínu diplómanáms á meistarastigi. Námslínan heitir Diplómanám í foreldrafærniþjálfun og inniheldur PMTO meðferðarmenntun bæði fyrir einstaklinga og hópa. Námslínan er metin til 60 ECTS eininga. Stefnt er að því að námið verði 18-24 mánuðir með ákveðið mörgum lotum bæði staðbundnum og í gegnum fjarfundarbúnað og eftir það fylgir handleiðsla nemenda í ákveðinn tíma. Námið hefst í haust og skráning byrjar í ágúst inn á  heimasíðu HR og verður þar að finna allar upplýsingar um skólagjöld og námskrá.

Barnaverndarstofa og Háskólinn í Reykjavík hvetur starfsfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum að skoða þetta spennandi nám og láta aðra áhugasama vita af þessu spennandi tilboði.

Hér má sjá mynd frá undirritun samningsins þar sem Bryndís Björk Ásgeirsdóttir forseti sálfræðideildar HR og Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu skrifa undir.

 

 


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica