Barnaverndarstofa og Háskólinn í Reykjavík ganga frá samning vegna Diplómanáms í PMTO foreldrafærniþjálfun

13 júl. 2021

Þann 13. júlí s.l. var staðfest með undirritun samnings að Barnaverndarstofa og Háskólinn í Reykjavík munu vinna saman að nýrri námslínu diplómanáms á meistarastigi. Námslínan heitir Diplómanám í foreldrafærniþjálfun og inniheldur PMTO meðferðarmenntun bæði fyrir einstaklinga og hópa. Námslínan er metin til 60 ECTS eininga. Stefnt er að því að námið verði 18-24 mánuðir með ákveðið mörgum lotum bæði staðbundnum og í gegnum fjarfundarbúnað og eftir það fylgir handleiðsla nemenda í ákveðinn tíma. Námið hefst í haust og skráning byrjar í ágúst inn á  heimasíðu HR og verður þar að finna allar upplýsingar um skólagjöld og námskrá.

Barnaverndarstofa og Háskólinn í Reykjavík hvetur starfsfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum að skoða þetta spennandi nám og láta aðra áhugasama vita af þessu spennandi tilboði.

Hér má sjá mynd frá undirritun samningsins þar sem Bryndís Björk Ásgeirsdóttir forseti sálfræðideildar HR og Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu skrifa undir.

 

 


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica