• Hjólabrettastelpa

Barnavernd á Covidtímum - kynferðisofbeldi gegn börnum

24 nóv. 2022

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”.

Tilgangur þessara málstofa er að draga línu í sandinn, líta til baka á sl 2-3 ár og fara yfir hvað við getum lært af Covid tímum. Á hverri málstofu verða haldin erindi um afmarkað efni er viðkemur börnum og barnavernd.

Á morgun, þann 25. nóvember 2022, er annar fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um kynferðisofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Sérfræðingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Ríkislögreglustjóra koma til okkar og halda erindi.

Málstofan er opin öllum og verður bæði haldin í eigin persónu í húsakynnum Barna- og fjölskyldustofu, Borgartúni 21, sem og í streymi.

Þeir sem hafa hug á að koma í eigin persónu eru beðnir um að senda skilaboð, í gegnum facebook síðu Barna- og fjölskyldustofu eða á netfangið malstofa@bofs.is

Málstofan byrjar kl 9:00 og er til 10:30.

Málstofa í eigin persónu: húsið opnar kl 8:30
Málstofa í streymi: útsending byrjar kl 8:50  hér má nálgast hlekk á streymið


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica