• Hjólabrettastelpa

Barnavernd á Covid tímum - málstofa 7. október n.k.

6 okt. 2022

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi.

Barna-og fjölskyldustofa fer af stað með röð málstofa undir yfirskriftinni “Barnavernd á Covidtímum”. Tilgangur þessara málstofa er að draga línu í sandinn, líta til baka á sl 2-3 ár og fara yfir hvað við getum lært af Covid tímum. Á hverri málstofu verða haldin erindi um afmarkað efni er við kemur börnum og barnavernd.

Þann 7. október 2022 er fyrsti fundur af fjórum þar sem fjallað verður sérstaklega um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum á Covidtímum. Einstaklingar frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Barnavernd Reykjavíkur og Kvennaathvarfinu koma til okkar og halda stutt erindi. Málstofan er opin öllum og verður bæði haldin í eigin persónu í húsakynnum Barna- og fjölskyldustofu, Borgartúni 21, sem og í streymi.

Þeir sem hafa hug á að koma í eigin persónu eru beðnir um að senda skilaboð, hér í gegnum facebook síðu Barna- og fjölskyldustofu eða á netfangið malstofa@bofs.is Málstofan byrjar kl. 9:00 og er til 10:30. Málstofa í eigin persónu: húsið opnar kl 8:30.

Málstofa í streymi: útsending byrjar kl 8:50 og verður streymt héðan https://youtu.be/5WvJjx_PHso?fbclid=IwAR3p96Eig4_etea6VFP8SXCpvMNay1kF69dfu93HDh_p4cIgeeU3x33QoSY" rel="nofollow noopener" tabindex="0" target="_blank">https://youtu.be/5WvJjx_PHsoAðgangur ókeypis og allir velkomnir


Nýjustu fréttir

Utlit-a-namskeid-_agust.001-17

05. sep. 2024 : Við erum að flytja vefinn okkar

Við erum smám saman að flytja vefinn okkar yfir á island.is og þar er að finna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og allar nýjustu upplýsingar.  Fara á nýjan vef.

27. ágú. 2024 : Börn á Flótta – Málþing

UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn á Íslandi og Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) hafa í samstarfi unnið fræðslumyndband um börn á flótta.

Fræðsluefnið um börn á flótta. Smellið hér til að nálgast fræðsluna

Lesa meira

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica