Fréttir: 2018 (Síða 2)

20th anniversary of Children’s Houses: Icelandic model to counter child sexual abuse continues inspiring change across Europe - 6 sep. 2018

The 20th anniversary of the Barnahus (Children’s House), a Council of Europe-promoted model to address child sexual abuse by coordinating parallel criminal and social welfare investigations in a child-friendly and safe environment , is marked today at an event in Reykjavík, Iceland.

Barnaverndarstofa vekur athygli á á Norrænni ráðstefnu um velferð barna og forráðstefnu vegna 20 ára afmælis Barnahúss - 3 sep. 2018

Báðar ráðstefnurnar verða haldnar í Hörpu. Yfir 400 sérfræðingar frá Norðurlöndum og víðar eru skráðir á ráðstefnuna um velferð barna og á þriðja hundrað á afmælisráðstefnu um Barnahús. Á ráðstefnunum munu tala heimsþekktir sérfræðingar í málefnum barna, þ.á.m.: 

· Marta Santos Pais, sérlegur sendifulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna varðandi ofbeldi gegn börnum
· Kirsten Sandberg, frá barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna  
· Eileen Munro prófessor við LSE hefur verið í fararbroddi við breytingar á enska og írska barnaverndarkerfinu.  

Norræn ráðstefna um velferð barna 5 til 7 september 2018. Harpa tónlistar og ráðstefnuhús Reykavík. - 29 jún. 2018

Auglysing-heimasidu-litil

Nýttu tækifærið til að kynnast því nýjasta frá Norðurlöndunum í velferðarmálum barna.
Haltu með okkur uppá tuttugu ára afmæli íslenska Barnahússins.  Hlustaðu á áhugaverða fyrirlestra frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Englandi.  Taktu þátt í málstofum þar sem gefinn er tími til umræðna og skoðanaskipta. Allir fyrirlestrar og flestar málstofur verða á ensku. Njóttu þess að borða góðan mat og hitta fólk á skemmtilegum stað.  Skráðu þig núna á Norræna ráðstefnu um velferð barna.

Útskrift nýrra PMTO meðferðaraðila. - 29 jún. 2018

Athöfnin fór fram í Norræna húsinu og voru góðir gestir til staðar til að fagna áfanganum. Þetta er í síðasta sinn sem meðferðarmenntunin er á vegum miðstöðvarinnar og mun nýr hópur hefja meðferðarnám í haust á vegum Endurmenntunar HÍ í samstarfi við Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI.   

Nýjar rannsóknarniðustöður sýna góða frammistöðu Íslendinga á sviði innleiðingar gagnreyndra meðferðarúrræða vegna aðlögunarvanda barna - 14 jún. 2018

Greinin, sem ber yfirheitið „Implementing an Evidence-Based Intervention for Children in Europe: Evaluating the Full-Transfer Approach“, fjallar um innleiðingu gagnreyndrar meðferðar (Parent Management Training – Oregon aðferð: PMTO) til að fást við aðlögunarvanda barna, einkum hegðunarerfiðleika, í þremur Evrópulöndum; Íslandi, Danmörku og Hollandi. Þrír höfundanna eru Íslendingar, þau Margrét Sigmarsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir og Örnólfur Thorlacius.

Pólland opnar Barnahús í Varsjá - Poland launches Barnahus in Warsaw - 16 maí 2018

On April 9th 2018, The Empowering Children Foundation launched a new Barnahus in Warsaw. The event introduced sponsors and local authorities to the services and the beautiful, spacious premises. The goal for Barnahus Warsaw is to provide interdisciplinary support to 300 children victims of sexual abuse and violence and their families every year.

STARF ÞERAPISTA Í FJÖLKERFAMEÐFERÐ (MST) Athugið framlengdur umsóknarfrestur til 1. júní nk. - 14 maí 2018

Fjölkerfameðferð (Multisystemic Therapy – MST) er gagnreynd meðferð með fjölskyldum unglinga með alvarlegan hegðunar- og /eða vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærsamfélagi fjölskyldunnar í samstarfi við skóla og aðra lykilaðila svo sem heilbrigðisstofnanir, barnavernd og aðra sérfræðinga. MST miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu. Sjá nánar: www.mstservices.com

Síða 2 af 3

Fleiri greinar


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica