112 dagurinn 2018

8 feb. 2018

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

 Sunnudaginn 11. febrúar efna samstarfsaðilar 112-dagsins til kynningar á starfsemi sinni og búnaði víða um landið. Á Hörputorgi og við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn verður sýndur margvíslegur búnaður viðbragðsaðila frá kl. 13-16. Hefðbundin dagskrá vegna 112-dagsins  hefst kl. 15 í Flóa í Hörpu. Þar verður meðal annars tilkynnt hver er skyndihjálparmaður Rauða krossins og veitt verðlaun fyrir þátttöku í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.


Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica