10 ára afmælisráðstefna MST - Fjölkerfameðferðar
Barnaverndarstofa býður til afmælisráðstefnu í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá því að fyrsta MST teymið tók til starfa hér landi.
Á ráðstefnunni verður farið yfir áhrif og árangur MST í meðferð á hegðunar- og vímuefnavanda. Einnig munum við fræðast um MST-CAN (Child Abuse and Neglect) og innleiðingu þess í Noregi sem hefur reynst vel í flóknum barnaverndarmálum.
10 ára afmælisráðstefna MST (fjölkerfameðferðar)
27. nóvember 2018 Grand Hótel Reykjavík (Háteigur)
Ykkur er boðið á afmælisráðstefnu í tilefni þess að nú um miðjan nóvember eru 10 ár liðin frá því að fyrsta MST teymið tók til starfa hér landi. Við munum skoða áhrif og árangur MST í meðferð hegðunar- og vímuefnavanda í nærumhverfi.
Einnig munum við fræðast um MST-CAN (Child Abuse and Neglect) og innleiðingu í Noregi sem hefur reynst vel í flóknum barnaverndarmálum. MST-CAN var þróað til að meðhöndla fjölskyldur þar sem eitt eða fleiri börn á heimilinu, á aldrinum 6-17 ára, búa við ofbeldi eða vanrækslu. Meðferðin tekur 6-9 mánuði og miðar að því að tryggja öryggi barns á heimilinu, efla foreldrafærni og meðhöndla vanda foreldra og barns sem getur meðal annars tengst afleiðingum áfalla eða vímuefnaneyslu.
Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.
Vinsamlega sendið skráningu (nafn og netfang) á bvs@bvs.is fyrir 23. nóvember
Dagskrá
9:30 – 9:40 Setning: Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu
9:40 –10:20 Heildstæð meðferð og stigskipt þjónusta. Árangur og áskoranir MST hér á landi:
Halldór Hauksson, Ingibjörg Markúsdóttir, Marta María Ástbjörnsdóttir
10:20-10:40 Áhrif MST á barnaverndarstarf
Þórdís Gísladóttir og Ottó Karl Tulinius starfsmenn barnaverndarnefndar Eyjafjarðar
10:40-10:55 Kaffihlé
10:55-11:55 Nokkur dæmi úr MST meðferð: Vímuefnameðferð, vinna með skólum, kerfavinna:
Guðrún Inga Guðmundsdóttir og Stella Viktorsdóttir
Helga Rúna Pétur, Arndís Anna Hilmarsdóttir og Snjólaug Birgisdóttir
Unnur Helga Ólafsdóttir og Guðbjörg Gréta Steinsdóttir, MST þerapistar
Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri Álfhólsskóla
11:55-12:10 Vanræksla og ofbeldi. Þörf fyrir meðferðarúrræði:
Hákon Sigursteinsson framkvæmdstjóri Barnaverndar Reykjavíkur og
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu
12:10-13:00 Hádegisverður í boði Barnaverndarstofu
13.00-14.00 MST-CAN. How we've been able to help the previously “unhelpable” families in Norway: Bernadette Christensen og Audun Formo Hay frá NUBU í Noregi (Nasjonalt utviklingssenter for barn og unge)
14:00-14:20 Kaffihlé
14:20-15:10 MST-CAN (framhald Bernadette og Audun)
15.10-15.30 Umræður og ráðstefnulok