Tilkynna um aðstæður barns til barnaverndar

Barnavernd og 112 taka við tilkynningum um aðstæður barns

Tilkynna þarf til þess sveitarfélags þar sem barnið býr eða hafa samband við neyðarlínuna í síma 112. 

  • Barna- og fjölskyldustofa tekur ekki við ábendingum um aðstæður barns, heldur barnavernd þess sveitarfélags þar sem barnið býr. Lista yfir barnaverndarþjónustur má nálgast hér.
  • Vegna bráðatilvika utan dagvinnutíma barnaverndar er hægt að hafa samband við neyðarnúmerið 112 eða hafa samband við netspjall Neyðarlínunnar hér
  • Starfsmenn 112 greina þau erindi sem berast og í tilfellum þar sem nauðsynlegt er að grípa strax til aðgerða vegna aðstæðna barns er erindinu vísað á barnavernd viðkomandi sveitarfélags. Annars fær starfsfólk barnaverndar skýrslu um símtalið næsta virka dag. 
  • Athugið að almenningur getur óskað eftir nafnleynd þegar tilkynnt er um aðstæður barns. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica