Hér er að finna verklag sem tengist könnun barnaverndarmála og gerð áætlana í þeim málum

Verklag við beitingu neyðarráðstafana skv. 31. gr. barnaverndarlaga
Meginregla barnaverndarlaga er sú að viðhafa skuli ákveðna málsmeðferð áður en gripið er til þvingunarúrræða, svo sem að leiðbeina aðilum, kynna þeim gögn og gefa þeim kost á að tjá sig. Ef ljóst þykir að barni stafi hætta af því að fara þessa leið er hægt að grípa strax til ráðstöfunar sbr. 31. gr. bvl. Þær ráðstafanir sem hér koma aðallega til skoðunar eru þær sem varða töku barns af heimili eða kyrrsetningu þess á stað þar sem það er. Hér geta þó komið til álita allar ráðstafanir barnaverndarnefnda sem annars þyrfti að úrskurða um, svo sem að stöðva för barns úr landi eða stöðva umgengni við barn í fóstri.

Leiðbeiningar við gerð 33 gr áætlunar
Leiðbeiningar við gerð áætlunar um trygga umsjá barns skv. 1.mgr. 33. gr. barnaverndarlaga og 25. gr. reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004

Verklag við könnun máls á grundvelli 35. gr. barnaverndarlaga  
Ef barnaverndarnefnd fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant skal nefndin ef hún telur tilefni til hefja könnun málsins í samræmi við ákvæði 21. gr. bvl. um málsmeðferð vegna tilkynninga.

Verklagsreglur um meðferð mála þegar grunur er um líkamlegt ogbeldi gagnvart barni
Líkamlegt ofbeldi er ofbeldi sem beint er að börnum og hefur leitt til þess að barnið skaðast andlega og/eða líkamlega eða er líklegt til þess. Barnið getur borið merki ofbeldisins eins og t.d. marbletti, brunasár eða beinbrot sem barnið og/eða foreldrar reyna að fela og eiga erfitt með að útskýra á trúverðugan hátt. Hins vegar er ekki alltaf um sjáanlega áverka að ræða, jafnvel þó að um alvarlegt ofbeldi sé að ræða. Líkamlegar refsingar teljast til líkamlegs ofbeldis, enda er slíkt til þess fallið að valda börnum andlegu og líkamlegu tjóni.

Verklag vegna gruns um ofbeldi gangvart ungbarni
Eftirfarandi verklag gildir þegar barnaverndarnefnd hafa borist upplýsingar um að barn á fyrsta aldursári kunni að hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu forsjáraðila/heimilismanns/umönnunaraðila.

Áverkar vegna ofbeldis gagnvart ungum börnum, einkenni, viðbrögð og greining.
Sænsk grein sem birtist í Klinik og Vetenskap 2014 um áverka af völdum ofbeldis gagnvart ungbörnum.

Þýðendur: Páll Ólafsson félagsráðgjafi MSW, Karítas Gunnarsdóttir Hjúkrunarfræðingur MSc og Lúther Sigurðsson barnalæknir 

Verklagsreglur um meðferð mála þegar foreldrar eru með þroskahömlun (seinfærir foreldrar) 
Áhersla barnaverndarlaga á hraða málsmeðferð, fresti og tímamörk getur aukið á erfiðleika foreldra með þroskahömlun.Þetta vefsvæði byggir á Eplica