Framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi

14 okt. 2011

Fjallað var um framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi á fundi sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um barnasáttmálann. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en nefndina skipuðu forstjóri Barnaverndarstofu, fulltrúi innanríkisráðuneytis, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis og fulltrúi velferðarráðuneytis. Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðana lagði fjölmargar spurningar fyrir íslensku sendinefndina og hvatti til þess að barnasáttmálinn yrði lögfestur á Íslandi. Ísland er enn með fyrirvara við samninginn sem lýtur að aðskilnaði ungra fanga frá fullorðnum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu innanríkisráðuneytis. Athugasemdir sérfræðinganefndarinnar hafa borist og verður gerð grein fyrir þeim síðar.

Nýjustu fréttir

26. jún. 2023 : Upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga

Barna- og fjölskyldustofa hefur ásamt nokkrum öðrum aðilum tekið saman upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem standa að samkomum, viðburðum og mannamótum.

Í þessu upplýsingabréfi er að finna gagnlegar upplýsingar um ráðningar starfsfólks og sjálfboðaliða, um viðbrögð við hlutum sem geta komið upp og hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum og nálgast fræðslu.

Lesa meira

16. jún. 2023 : Myndband um íslenska Barnahúsið

Evrópuráðið (Council of Europe) birti þann 1. júní s.l. myndband um Íslenska Barnahúsið. 

Myndbandið má nálgast hér


Þetta vefsvæði byggir á Eplica