Framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi

14 okt. 2011

Fjallað var um framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi á fundi sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um barnasáttmálann. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en nefndina skipuðu forstjóri Barnaverndarstofu, fulltrúi innanríkisráðuneytis, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis og fulltrúi velferðarráðuneytis. Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðana lagði fjölmargar spurningar fyrir íslensku sendinefndina og hvatti til þess að barnasáttmálinn yrði lögfestur á Íslandi. Ísland er enn með fyrirvara við samninginn sem lýtur að aðskilnaði ungra fanga frá fullorðnum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu innanríkisráðuneytis. Athugasemdir sérfræðinganefndarinnar hafa borist og verður gerð grein fyrir þeim síðar.

Nýjustu fréttir

15. maí 2024 : Stöðuskýrsla til ráðherra á þriðja ári innleiðingar

Frá því að lögin um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt hefur markvisst verið unnið að innleiðingu þeirra á vegum ríkis og sveitarfélaga um allt land.

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

26. mar. 2024 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarþjónusta á árunum 2021 - 2023

Barna- og fjölskyldustofa hefur tekið saman fjölda tilkynninga sem bárust barnaverndarþjónustum árið 2023. Tilkynningum fjölgaði um 11,3% á árinu miðað við 2022 en fjöldi tilkynninga á árinu 2023 voru 15.240.

Lesa meira

21. feb. 2024 : Sexan stuttmyndasamkeppni

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins og dómnefnd hefur valið sigurvegara ársins 2024. 

Lesa meira
Utlit-a-namskeid-_agust.001-16

16. feb. 2024 : Samantekt um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu 2020-2023

Við lok árs 2021 var Barnaverndarstofa lögð niður og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við. Í þessari samantekt er að finna upplýsingar um úrræði og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu á árunum 2020-2021 og árið 2022-2023, til Barna- og fjölskyldustofu. Þá má finna tölulegar upplýsingar úr Barnahúsi frá sama tímabili, fyrir allt árið 2020-2023.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica