Beiðni um aðgang að gögnum
Hér er hægt að ná í og fylla út beiðni um aðgang að gögnum hjá Barna- og fjölskyldustofu
Það er mikilvægt að fylla út allt sem spurt er um á eyðublaðinu svo hægt sé að afgreiða beiðnina.
Það þurfa að koma fram upplýsingar um þann sem óskar eftir aðgangi að gögnum.
Það þarf að tilgreina nákvæmlega eins og hægt er hvaða gögn er verið að óska eftir aðgangi að og frá hvaða tíma þau eru.
Það þarf að koma fram hvort senda eigi gögnin í ábyrgðarpósti eða hvort óskað sé eftir því að ná í gögnin á skrifstofu Barna- og fjölskyldustofu.
Hér er eyðublað sem nota skal til að óska eftir aðgangi að gögnum.