Fræðsla, ráðstefnur og viðburðir

Ráðsstefnur á árinu 2024

NBK 2024

Norræna samstarfsnefndin um velferð barna býður öll velkomin á Norrænu barnaverndarráðstefnuna, NBK 2024 í Osló, Noregi dagana 2.-4. september 2024. NBK2024 (eventsair.com)

Þetta er tækifæri að hitta slást í hópinn með fólki frá öllum Norðurlöndunum sem hefur skuldbundið sig til að vernda börn og styðja fjölskyldur.

Norræna barnaverndarþingið (NBK) er samstarfsverkefni norrænu ríkjanna og hefur verið haldið þriðja hvert ár síðan 1921. Norðurlöndin skiptast á að eiga heiðurinn af því að vera gestgjafar og árið 2024 er komið að Noregi að halda þetta sögulega þing. Þetta er tækifæri til að taka þátt og læra af bæði sérfræðingum og vísindamönnum frá öllum Norðurlöndunum.

Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn) í stefnumótun og framkvæmd – hvað getum við lært af hinum Norðurlöndunum? Við erum að leggja lokahönd á spennandi dagskrá með fjölbreyttu úrvali fyrirlesara og málstofum. Dagskránni er ætlað að styðja Norðurlöndin í framkvæmd Barnasáttmálans með því að miðla reynslu og þróa nýja þekkingu.

Við vonum að þú njótir síðsumars í þessari fallegu borg! Það er fullkominn tími til að heimsækja Osló. Við munum bjóða upp á spennandi tveggja daga dagskrá, móttöku og forráðstefnu (pre-conference) með tækifæri til námsheimsókna í nokkur nýstárleg barnaverndarverkefni (child protection projects) og starfsemi í Osló. Einnig gefst tækifæri til að heimsækja nokkrar af nýjum og glæsilegum byggingum í Osló: Óperuhúsið, Munch-safnið, Þjóðminjasafnið og Landsbókasafn Noregs.

Samstarfsaðilar NBK:

  • Noregur: Norsk Barnevernsamband

  • Danmörk: Børnesagens Fællesråd

  • Færeyjar: Barnaverndarstova Føroya

  • Finnland: Centralförbundet för Barnskydd / Lastensuojelun Keskusliitto

  • Ísland: Barna- og fjölskyldustofa

  • Sweden: Stiftelsens Almänna Barnhuset

Norræna samstarfsnefndin um velferð barna býður öll velkomin á Norrænu barnaverndarráðstefnuna, NBK 2024 í Osló, Noregi dagana 2.-4. september 2024. NBK2024 (eventsair.com)

Þetta er tækifæri að hitta slást í hópinn með fólki frá öllum Norðurlöndunum sem hefur skuldbundið sig til að vernda börn og styðja fjölskyldur.

Norræna barnaverndarþingið (NBK) er samstarfsverkefni norrænu ríkjanna og hefur verið haldið þriðja hvert ár síðan 1921. Norðurlöndin skiptast á að eiga heiðurinn af því að vera gestgjafar og árið 2024 er komið að Noregi að halda þetta sögulega þing. Þetta er tækifæri til að taka þátt og læra af bæði sérfræðingum og vísindamönnum frá öllum Norðurlöndunum.

Meginumfjöllunarefni ráðstefnunnar er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn) í stefnumótun og framkvæmd – hvað getum við lært af hinum Norðurlöndunum? Við erum að leggja lokahönd á spennandi dagskrá með fjölbreyttu úrvali fyrirlesara og málstofum. Dagskránni er ætlað að styðja Norðurlöndin í framkvæmd Barnasáttmálans með því að miðla reynslu og þróa nýja þekkingu.

Við vonum að þú njótir síðsumars í þessari fallegu borg! Það er fullkominn tími til að heimsækja Osló. Við munum bjóða upp á spennandi tveggja daga dagskrá, móttöku og forráðstefnu (pre-conference) með tækifæri til námsheimsókna í nokkur nýstárleg barnaverndarverkefni (child protection projects) og starfsemi í Osló. Einnig gefst tækifæri til að heimsækja nokkrar af nýjum og glæsilegum byggingum í Osló: Óperuhúsið, Munch-safnið, Þjóðminjasafnið og Landsbókasafn Noregs.

Samstarfsaðilar NBK:

  • Noregur: Norsk Barnevernsamband

  • Danmörk: Børnesagens Fællesråd

  • Færeyjar: Barnaverndarstova Føroya

  • Finnland: Centralförbundet för Barnskydd / Lastensuojelun Keskusliitto

  • Ísland: Barna- og fjölskyldustofa

  • Sweden: Stiftelsens Almänna Barnhuset

---------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fræðsluáætlun Barna- og fjölskyldustofu vorið 2023

Hér má nálgast áætlunina

Fræðsluáætlun Barna- og fjölskyldustofu haustið 2022

Hér má nálgast áætlunina

Ráðsstefnur á árinu 2023

THE 12th NORDIC CONFERENCE ON CHILD ABUSE AND NEGLECT21 st-24th OF MAY 2023 HILTON NORDICA, REYKJAVK, ICELAND

Ráðsstefnur á árinu 2022

ISPCAN ráðstefna 13. - 16. júní 2022

ISPCAN ráðstefna 28. - 30. mars 2022

Ráðstefnur á árinu 2021

NFBO ráðstefna þann 25. maí 2021 

ISPCAN  ráðstefna 7. - 11. júní 2021

EUSARF ráðstefnan, fyrirhuguð haust 2021 http://eusarf2021.ch/

PRIDE ráðstefnan, fyrirhuguð 25.-27. ágúst 2021 https://www.pride-cz.com/en/conference/

Fyrri ráðstefnur

Norræna Barnaverndarráðstefnan 2018

Barnaverndarþing 2016 

Barnaverndarþing 2014

Evrópu ráðstefna MST https://www.multisysteemtherapie.nl/conference-2020/

Hér er hægt að sjá upptökur frá 10 ára afmælisráðstefnu MST sem haldin var þann 27 nóvember 2018

1. hluti. Setning og erindi Halldór Haukssonar og Ingibjargar Markúsdóttur

2. hluti. Áhrif MST á barnaverndarstarf - Ottó Karl Tulinius og Þórdís Gísladóttir

3. hluti. Nokkur dæmi um MST meðferð - MST þerapistar

4. hluti. Vanræksla og ofbeldi - Hákon Sigursteinsson og Heiða Björg Pálmadóttir

5. hluti. MST Can - kynning og umræður - Bernadette Christensen og Audun Formo Hay


Þetta vefsvæði byggir á Eplica